Segir hér um málið: Forræðisdeila hinnar íslensku Sophiu Hansen og hins tyrkneska Halims Al var eitt stærsta fréttamál tíunda áratugarins. Barátta Sophiu Hansen fyrir að endurheimta dætur sínar frá Tyrklandi, eftir að Halim Al hafði numið þær á brott, fór vart fram hjá nokkru mannsbarni á Íslandi á sínum tíma. Málið var í hámæli árum saman og barátta Sophiu löng og ströng, en að lokum fyrir bí. Dætur hennar tvær, Dagbjört og Rúna, fluttu aldrei aftur heim til Íslands og ólust upp hjá föður sínum í Tyrklandi. Á þessu ári eru liðin 34 ár frá því forræðisdeila Sophiu og Halims Al hófst.
Viktoría segir þetta eitt eftirminnilegasta mál allra tíma.