Sex stuttmyndir hafa verið valdar til að keppa um Sprettfiskinn, stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.
Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.
Listakonan Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir vinnur hörðum höndum þessa dagana að teiknimyndaseríu, Ormhildarsögu, sem byggð er á hugmynd sem hún fékk í ritlistarnámi. Fréttablaðið ræddi við hana um verkefnið.