spot_img

[Stikla] HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA, frumsýnd 3. apríl

Stikla myndarinnar Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur hefur verið opinberuð en myndin verður frumsýnd 3. apríl næstkomandi.

Aðalhlutverkin leika Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir en þetta mun vera fyrsta kvikmynd þeirra beggja sem þær leika aðalhlutverk í. Aðrir leikarar í myndinni eru Rúnar Vilberg Hjaltason, Konni Gotta, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Elías Harðarson.

Myndin fjallar um vinkonupar sem fer að vinna á sveitabæ yfir sumarið og lenda í allskonar ævintýrum. Þrælvön sveitapía grípur borgarbarn vinkonu sína með sér út á land til að vinna á stórum sveitabæ yfir sumarið.

Það rennur ekki vottur af sveitablóði í vinkonunni og í þokkabót hefur hún fengið nóg af því að vera hlátursefni annarra og fær þar af leiðandi villandi kennslu sveitapíunnar um hvernig á að vera betri, stærri og sterkari útgáfa af sjálfri sér.

Sjá nánar hér: Fyrsta stiklan úr Hvernig á að vera klassa drusla – Vísir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR