"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.
"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
Sýningar hefjast í dag á frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla. Upphaflega stóð til að myndin kæmi út fyrir ári síðan, en sökum faraldursins var frumsýningu frestað ítrekað. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu um verkið.
Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur og Skuggahverfið eftir Karolina Lewicka og Jón Einarsson Gústafsson verða báðar frumsýndar í febrúar og hefja þar með íslenska bíóárið.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Sýningum á gamanmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þarf ekki að koma á óvart. Fyrirhugað var að frumsýna myndina 3. apríl.
Ólöf Birna Torfadóttir sendir frá sér fyrstu bíómynd sína, Hvernig á að vera klassa drusla, þann 3. apríl næstkomandi. DV ræddi við hana um verkið og hugmyndirnar á bakvið það.
Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.