spot_img

HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA frumsýnd 3. apríl

Fyrsta bíómynd Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, kemur í Senubíóin þann 3. apríl næstkomandi.

Ólöf Birna nam við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur áður gert stuttmyndirnar Síðasta sumar og Millenium lausnir. Óskar Long framleiðir myndina, en með helstu hlutverk fara Ylfa Marín Haraldsóttur og Ásta Júlía Elíasdóttir.

Myndinni er svo lýst:

Þrælvön sveitapía grípur borgarbarnið vinkonu sína með sér út á land til að vinna á stórum sveitabæ yfir sumarið. Það rennur ekki vottur af sveitablóði í vinkonunni og í þokkabót hefur hún fengið nóg af því að vera hlátursefni annarra og fær þar af leiðandi villandi kennslu sveitapíunnar um hvernig á að vera betri, stærri og sterkari útgáfa af sjálfri sér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR