HeimEfnisorðÓlöf Birna Torfadóttir

Ólöf Birna Torfadóttir

[Stikla] Þáttaröðin SKVÍS í Sjónvarp Símans 27. mars

Þáttaröðin Skvís í leikstjórn Reynis Lyngdal kemur í Sjónvarp Símans í lok mars. Tanja Björk Ómarsdóttir, Hlín Ágústsdottir, Ólöf Birna Torfadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir skrifa handrit.

Lestin um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Daðrað við fáránleika án þess að taka skrefið að fullu

"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.

Morgunblaðið um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Lof sé lægsta samnefnara

"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.

Fréttablaðið um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Druslur spóla í staðalímyndir

"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmti­leg mynd sem gerir út á ærsla­gang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðal­í­myndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.

Sýningar hefjast í dag á HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA, frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur

Sýningar hefjast í dag á frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla. Upphaflega stóð til að myndin kæmi út fyrir ári síðan, en sökum faraldursins var frumsýningu frestað ítrekað. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu um verkið.

Sýningum á HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA frestað

Sýningum á gamanmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þarf ekki að koma á óvart. Fyrirhugað var að frumsýna myndina 3. apríl.

Ólöf Birna Torfadóttir: „Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

Ólöf Birna Torfadóttir sendir frá sér fyrstu bíómynd sína, Hvernig á að vera klassa drusla, þann 3. apríl næstkomandi. DV ræddi við hana um verkið og hugmyndirnar á bakvið það.

„Bergmál“ og „Hvernig á að vera klassa drusla“ valin á samframleiðslumessu í Les Arcs

Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR