spot_img
HeimFréttir"Bergmál" og "Hvernig á að vera klassa drusla" valin á samframleiðslumessu í...

„Bergmál“ og „Hvernig á að vera klassa drusla“ valin á samframleiðslumessu í Les Arcs

-

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur.

Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.

Á Coproduction Village verður Bergmál kynnt framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum.

Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag.

Myndin er framleidd af Live Hide, Birgitte Hald, Lilju Ósk Snorradóttur og Rúnari Rúnarssyni.

Hvernig á að vera klassa drusla valin á Film School Village

Hvernig á að vera klassa drusla, fyrsta kvikmynd Ólafar Birnu Torfadóttur í fullri lengd, sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Film School Village. Film School Village er einnig hluti af Les Arcs kvikmyndahátíðinni og fer fram frá 16. – 19. desember.

Film School Village er vettvangur fyrir nýútskrifað kvikmyndagerðarfólk þar sem þeim gefst færi á að kynna fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, sýna útskriftarverkefni sín, taka þátt í vinnustofum og funda með fagfólki úr Coproduction Village.

Olofbirna
Ólöf Birna Torfadóttir.

Ólöf Birna er útskrifuð af handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands. Með Ólöfu í för verður Bjarni Guðmundsson, framleiðandi myndarinnar.

Um Hvernig á að vera klassa drusla: Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Kareni um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.

Sjá nánar hér: Bergmál valin á Coproduction Village í Les Arcs

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR