HeimEfnisorðHlynur Pálmason

Hlynur Pálmason

Hlynur Pálmason gefur út HARMLJÓÐ UM HEST

Hlynur Pálmason leikstjóri og myndlistarmaður hefur sent frá sér ljósmyndabók, Harmljóð um hest. Í bókinni er að finna 80 ljósmyndir sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni.

VOLAÐA LAND fær tvenn verðlaun á Spáni, HREIÐUR verðlaunuð í Frakklandi

Volaða land eftir Hlyn Pálmason var valin besta myndin á Almeria Western Film Festival á Spáni á dögunum. Elliot Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn. Þá hlaut stuttmynd Hlyns, Hreiður, dómnefndarverðlaun á Un Festival C'est Trop Court hátíðinni í Frakklandi fyrir skemmstu.

VOLAÐA LAND framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2024

Kvik­mynd­in Volaða land verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2024. Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff fá Bodil verðlaunin dönsku fyrir VOLAÐA LAND

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Fréttablaðið um VOLAÐA LAND: And­leg lífs­bar­átta í landi sem engu eirir

"Á­geng og eftir­minni­leg períóða með nettum frá­vikum og skálda­leyfi þar sem öflugir leikarar, frá­bærir búningar, mögnuð tón­list og kvik­mynda­taka á­samt ís­lensku lands­lagi fara með á­horf­endur í krefjandi en þakk­látan rann­sóknar­leið­angur um hinstu rök mann­legrar til­veru," skrifar Þórarinn Þórarinsson um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Fréttablaðið.

VOLAÐA LAND í íslensk bíóhús, hefur tekið inn yfir milljón dollara á heimsvísu

Almennar sýningar á Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefjast í kvikmyndahúsum í dag. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka og Bíó Paradís.

Morgunblaðið um VOLAÐA LAND: Mikið listaverk

Morgunblaðið endurbirtir umsögn Jónu Grétu Hilmarsdóttir um Volaða land Hlyns Pálmasonar frá nóvember síðastliðnum í tilefni þess að myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum frá 10. mars.

[Stikla] VOLAÐA LAND, íslensk stikla

Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi frá 10. mars næstkomandi. Íslensk stikla myndarinnar er komin út.

VOLAÐA LAND fær afar góðar viðtökur bandarískra gagnrýnenda

Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.

Indiewire um VOLAÐA LAND: Ein af bestu myndum ársins

"Ægifagurt og djúpt hugsað sögulegt drama um yfirlæti mannsins frammi fyrir ofurkröftum náttúrunnar," skrifar Carlos Aguilar hjá Indiewire meðal annars um Volaða land Hlyns Pálmasonar og segir hana í hópi bestu mynda ársins.

The New York Times um VOLAÐA LAND: Guðsmaður á villigötum

"Skörp, launfyndin og grimm skoðun á mannlegu yfirlæti og veikleikum," skrifar Manohla Dargis hjá The New York Times um Volaða land Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd í New York.

VOLAÐA LAND verðlaunuð í Lübeck

Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.

VOLAÐA LAND vinnur aðalverðlaunin í Chicago, MY YEAR OF DICKS einnig verðlaunuð

Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut Golden Hugo, aðalverðlaun Chicago hátíðarinnar, í gær. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu myndatöku Mariu von Hausswolff. Þá hlaut teiknimyndin My Year of Dicks eftir Söru Gunnarsdóttur Silver Hugo í flokki teiknimynda.

HREIÐUR Hlyns Pálmasonar fær verðlaun í Óðinsvéum og Portúgal

Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason vann nýlega aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku og er þar með komin í forvalið fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, líkt og bíómynd Hlyns Volaða land.

VOLAÐA LAND selst víða

Gengið hefur verið frá sölum á Volaða land eftir Hlyn Pálmason víðsvegar um heiminn. Alls hefur myndin nú selst til yfir 40 landa og svæða.

Hlynur Pálmason með Glenn Close í dómnefnd San Sebastian hátíðarinnar

Hlynur Pálmason leikstjóri mun sitja í aðaldómnefnd San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 16.-24. september. Bandaríska leikkonan Glenn Close er formaður dómnefndar.

Menningarsmygl um VOLAÐA LAND: Vor vansköpuðu lönd

Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.

Lof og prís á Cannes

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Cannes hátíðinni þessa dagana að Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur verið að fá afar góðar viðtökur gagnrýnenda, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

ICS um VOLAÐA LAND: Ríkuleg og gefandi epík sem minnir á meistara kvikmyndasögunnar

Marc van de Klashorst gagnrýnandi ICS (International Cinephile Society) dregur hvergi af sér í fimm stjörnu dómi um Volaða land Hlyns Pálmasonar á Cannes hátíðinni.

Hlynur og VOLAÐA LAND: Mótaður af bæði Íslandi og Danmörku

Volaða land eftir Hlyn Pálmason var heimsfrumsýnd við mikinn fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí og fengu aðstandendur hennar standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni.

Cineuropa um VOLAÐA LAND: Verk í hæsta gæðaflokki

Fyrsta umsögn um Volaða land Hlyns Pálmasonar er komin fram. Fabien Lemercier, gagnrýnandi Cineuropa, segir myndina í hæsta gæðaflokki og aðeins sé spurning hvenær Hlynur taki þátt í aðalkeppninni.

VOLAÐA LAND Hlyns Pálmasonar valin á Cannes

Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Síðasta mynd Hlyns, Hvítur, hvítur dagur var einnig valin á Cannes hátíðina.

Hlynur Pálmason ræðir HREIÐRIÐ

Hlynur Pálmason ræðir stuttmynd sína Hreiðrið, sem frumsýnd var á Berlínarhátíðinni, ásamt dóttur sinni og aðalleikkonunni Ídu Mekkín Hlynsdóttur. Viðtalið tók Wendy Mitchell.

The Guardian um HVÍTAN, HVÍTAN DAG: Stjórnlaus bræði og sláandi kraftur

Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Curzon Home Cinema í Bretlandi. Bradshaw segir myndina takast að koma áhorfandanum úr jafnvægi og halda honum á sætisbríkinni.

HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR verðlaunuð á Spáni

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann um síðastliðna helgi aðalverðlaun D’A kvikmyndahátíðarinnar í Barcelona, en þetta eru fimmtándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Hátíðin fór fram á netinu vegna faraldursins.

Variety um HVÍTAN, HVÍTAN DAG: Sjáðu hana tvisvar

"Þessi sálfræðitryllir um syrgjandi ekkil í hefndarleit afhjúpar Hlyn Pálmason sem meiriháttar hæfileikamann," segir Peter Debruge í Variety um Hvítan, hvítan dag. Myndin er nú sýnd á Film Movement streymisveitunni í Bandaríkjunum.

Ingvar E. verðlaunaður í Frakklandi fyrir HVÍTAN, HVÍTAN DAG

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.

„Hvítur, hvítur dagur“ fær þrenn verðlaun í Torino

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann þrenn verðlaun á Torino kvikmyndahátíðinni á Ítalíu um helgina. Klippari myndarinnar, Julius Krebs Damsbo, var viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.

Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir „Hvítan, hvítan dag“

Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason. Þetta var kunngjört í gær.

Engar stjörnur um „Hvítan, hvítan dag“: Varla ferskt né þarft viðfangsefni

Arína Vala Þórðardóttir hjá Engum stjörnum, gagnrýnendavef Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar og segir frásagnaraðferðina listilega en viðfangsefnið, karlmannskrísu, varla ferskt, áhugavert eða þarft árið 2019.

„Hvítur, hvítur dagur“ fær tvenn verðlaun á Hamptons hátíðinni

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta leikna kvikmyndin á hinni virtu kvikmyndahátíð í Hamptons í Bandaríkjunum. Þar að auki hlaut Ída Mekkín Hlynsdóttir sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í myndinni.

„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Zurich

Hvítur hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut sérstaka viðurkenningu á Zurich Film Festival í Sviss í flokknum besta alþjóðlega myndin. Leikstjórinn Oliver Stone var formaður dómnefndar en hátíðin fór fram dagana 26.september-6.október . Einnig tók Hlynur Pálmason leikstjóri þátt í Masterclass á hátíðinni.

„Hvítur, hvítur dagur“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020

Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR