Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, rýnir í nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er. „Húmorinn og fegurðin eru meira en nóg til að gera upplifunina ánægjulega án þess að rýnt sé neitt dýpra í myndina,“ segir hann meðal annars.
Hlynur Pálmason skipar sérstakan sess á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian í ár, þar sem hann sýnir tvær kvikmyndir í keppni og heldur jafnframt einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni.
Fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika, segir Magnús Jochum Pálsson meðal annars í Vísi um kvikmynd Hlyns Pálmasonar Ástin sem eftir er.
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto (TIFF) og New York Film Festival (NYFF). Myndin verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst.
Frásögnin á það til að smjúga manni úr greipum, en þarna er engu að síður að finna stórkostlega fegurð, skrifar Iana Murray í The Playlist um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason.
Peter Bradshaw hjá The Guardian skrifar um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason frá Cannes hátíðinni. Hann segir hana skoðun á brotnu hjónabandi með töfrandi myndmáli og sérkennilegum fantasíusýnum, en nýr kómískur tónn grafi undan sársaukanum.
Hlynur Pálmason ræðir við Variety um mynd sína Ástin sem eftir er, sem verður frumsýnd á Cannes hátíðinni á sunnudag. Hann gerir einnig stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð að umtalsefni og líst ekki á blikuna.
Hlyni Pálmasyni hefur verið boðið að kynna næsta kvikmyndaverkefni sitt, Á landi og sjó, á Investors Circle fjármögnunarmessunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
„Við óskum Hlyni Pálmasyni – sem tryggir sér hér sess á meðal fremstu kvikmyndagerðarmanna Evrópu – og öllu því hæfileikaríka teymi sem að baki stendur Ástinni sem eftir er innilega til hamingju,“ segir Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, til margra landa. Verkið er kynnt kaupendum á Berlinale markaðnum þessa dagana.
Ástin sem eftir er, ný kvikmynd Hlyns Pálmasonar, var kynnt sem verk í vinnslu á Gautaborgarhátíðinni. Variety hefur eftir Frédéric Boyer dagskrárstjóra Les Arcs, Tribeca og RIFF að myndin sé hreint meistaraverk.
Hlynur Pálmason leikstjóri og myndlistarmaður hefur sent frá sér ljósmyndabók, Harmljóð um hest. Í bókinni er að finna 80 ljósmyndir sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason var valin besta myndin á Almeria Western Film Festival á Spáni á dögunum. Elliot Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn. Þá hlaut stuttmynd Hlyns, Hreiður, dómnefndarverðlaun á Un Festival C'est Trop Court hátíðinni í Frakklandi fyrir skemmstu.
Kvikmyndin Volaða land verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2024. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.
"Ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skáldaleyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rannsóknarleiðangur um hinstu rök mannlegrar tilveru," skrifar Þórarinn Þórarinsson um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Fréttablaðið.
Almennar sýningar á Volaða land eftir Hlyn Pálmason hefjast í kvikmyndahúsum í dag. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka og Bíó Paradís.
Morgunblaðið endurbirtir umsögn Jónu Grétu Hilmarsdóttir um Volaða land Hlyns Pálmasonar frá nóvember síðastliðnum í tilefni þess að myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum frá 10. mars.
Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.
"Ægifagurt og djúpt hugsað sögulegt drama um yfirlæti mannsins frammi fyrir ofurkröftum náttúrunnar," skrifar Carlos Aguilar hjá Indiewire meðal annars um Volaða land Hlyns Pálmasonar og segir hana í hópi bestu mynda ársins.
"Skörp, launfyndin og grimm skoðun á mannlegu yfirlæti og veikleikum," skrifar Manohla Dargis hjá The New York Times um Volaða land Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd í New York.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut Baltic Film Prize verðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmyndina á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi, sem haldin var í 64. skipti þann 2.-6. nóvember.
Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut Golden Hugo, aðalverðlaun Chicago hátíðarinnar, í gær. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu myndatöku Mariu von Hausswolff. Þá hlaut teiknimyndin My Year of Dicks eftir Söru Gunnarsdóttur Silver Hugo í flokki teiknimynda.
Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason vann nýlega aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku og er þar með komin í forvalið fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, líkt og bíómynd Hlyns Volaða land.
Hlynur Pálmason leikstjóri mun sitja í aðaldómnefnd San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 16.-24. september. Bandaríska leikkonan Glenn Close er formaður dómnefndar.
Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Cannes hátíðinni þessa dagana að Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur verið að fá afar góðar viðtökur gagnrýnenda, svo ekki sé fastar að orði kveðið.