spot_img

HREIÐUR vinsælasta myndin í áhorfendakönnun MUBI

Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur gengið afar vel síðan hún var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir tæpu ári.

Hún hefur fengið fjölda verðlauna víða um heim og verið seld víða, meðal annars til WDR/ARTE í Þýskalandi og til Criterion Channel efnisveitunnar í Bandaríkjunum sem og efnisveitunnar MUBI. Þar er hún efst í könnun sem gerð var meðal áhorfenda efnisveitunnar með 8,6 í skor. Hægt er að horfa á hana hér (áskrift, en hægt að fá frían reynslutíma).

Myndin er einnig komin á námsskrá skóla á Norðurlöndum og í Rúmeníu.

Hreiður var valin besta stuttmynd ársins af Far Out Magazine og hér má skoða umsögn:

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR