HeimEfnisorðHreiður

Hreiður

VOLAÐA LAND fær tvenn verðlaun á Spáni, HREIÐUR verðlaunuð í Frakklandi

Volaða land eftir Hlyn Pálmason var valin besta myndin á Almeria Western Film Festival á Spáni á dögunum. Elliot Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn. Þá hlaut stuttmynd Hlyns, Hreiður, dómnefndarverðlaun á Un Festival C'est Trop Court hátíðinni í Frakklandi fyrir skemmstu.

VOLAÐA LAND, HREIÐUR og BERDREYMI tilnefndar til dönsku Robert verðlaunanna

Volaða land Hlyns Pálmasonar fær alls 10 tilnefningar til Robert verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk. Hreiður eftir sama leikstjóra er einnig tilnefnd sem stuttmynd ársins. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fær sömuleiðis tilnefningu í flokknum mynd ársins á tungumáli öðru en ensku.

Sex íslenskar myndir keppa á Nordisk Panorama

Sex íslenskar myndir keppa um verðlaun á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 33. skipti dagana 22.-27. september í Malmö í Svíþjóð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR