Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Samruni framleiðslufyrirtækjanna Sagafilm og GunHil tók formlega gildi um mánaðamótin síðustu Viðskiptablaðið ræðir við Hilmar Sigurðsson forstjóra Sagafilm um stöðuna og verkefnin framundan.
Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins birtir viðtal við Skarphéðinn Guðmundsson í kjölfar Scandinavian Screening kynningarmessunnar sem fram fór hér á landi á dögunum. Þar ræðir Skarphéðinn um áherslur RÚV varðandi leikið efni og verkefnastöðuna.