Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var í dag valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en sýningar hefjast á henni í kvöld í Háskólabíói.
Verðlaunaafhenfing RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram í gærkvöldi á netinu. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa (This is Not a Burial, It’s a Resurrection) hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jeremiahs Moseses handritshöfundar, leikstjóra og listamanns frá Lesótó.
Stuttmyndin Já-fólkiðeftir Gísla Darra Halldórsson hlaut verðlaun yngstu áhorfendanna (Children's Choice Award) á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem stendur nú yfir til 27. september. Þá hlaut heimildamyndin Síðasta haustiðeftir Yrsu Roca Fannberg sérstaka heiðursviðurkenningu dómnefndar (Honourable Mention) í flokki bestu norrænu heimildamyndar.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.
Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu klippingu Andra Steins Guðjónssonar á Indian Cine Film Festival sem fram fór í Mumbai á Indlandi.
Stuttmyndin Wilma í leikstjórn Hauks Björgvinssonar var valin besta stuttmyndin í flokknum „Generator + 16“ á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann um síðastliðna helgi aðalverðlaun D’A kvikmyndahátíðarinnar í Barcelona, en þetta eru fimmtándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Hátíðin fór fram á netinu vegna faraldursins.
Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.
Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi.
Stuttmyndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bar sigur úr býtum í stuttmyndakeppninni Sprettfiskurinn sem Stockfish kvikmyndahátíðin stendur fyrir. Í verðlaun hlaut Ninna 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag Nordic Music Prize, norrænu tónlistarverðlaunin, fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hlýtur Eyrarrósina í ár, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.
Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Verðlaunaafhendingin fór fram í nótt að íslenskum tíma. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Óskarsverðlaun.
Sólveigar Anspach verðlaunin voru veitt í fjórða sinn á dögunum en þeim er ætlað að styðja við kvikmyndagerðarkonur frá Frakklandi og Íslandi sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerðarlistinni. Í ár hlutu stuttmyndirnar Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og Undir berkinum eftir Éve-Chems-de Brouwer hnossið. Menningin á RÚV ræddi við þær.
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur hefur þegar fengið Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker.