Guðmundur Arnar valinn besti leikstjórinn í Rúmeníu fyrir BERDREYMI

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar nýtur nú um stundir mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Myndin var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór 17.-26. júní, og færði þar Guðmundi Arnari verðlaun sem besti leikstjórinn.

Þetta eru næst stærstu verðlaun hátíðarinnar og í niðurstöðu dómnefndar segir að Guðmundur fái þau fyrir að skapa í myndinni „trúverðugan, frumlegan og ljómandi heim.“

Guðmundur hlaut sömu verðlaun árið 2017, þá fyrir kvikmyndina Hjartastein, og haut myndin sömuleiðis áhorfendaverðlaun það árið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR