Margrét Jónasdóttir ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV

Mar­grét Jón­as­dótt­ir hef­ur verið ráðin í starf aðstoðardag­skrár­stjóra RÚV og tekur formlega til starfa 1. september.

Mbl.is segir frá:

Í því starfi mun hún hafa fag­lega um­sjón með inn­kaup­um og fram­leiðslu á heim­ilda­efni. Þá mun hún leiða, í sam­vinnu við dag­skrár­stjóra, hug­mynda­vinnu, þróun, fram­leiðslu og kaup, stefnu­mót­un, gæðamat og gæðaeft­ir­lit með öllu heim­ilda­efni fyr­ir sjón­varp.

Rík­is­út­varpið hyggst end­ur­skipu­leggja ferla sem snúa að mati, vali, inn­kaup­um og sam­fram­leiðslu RÚV á hvers kyns heim­ilda­efni og auka þannig skil­virkni og gagn­sæi. Styrkja á gæðastjórn­un og miðlun sam­hliða því að efla þátt heim­ilda­efn­is í dag­skrá RÚV al­mennt. Mun Mar­grét leiða það ferli.

Lang­ur og far­sæll fer­ill
Mar­grét er með meist­ara­gráðu í sam­tíma­sögu frá Uni­versity Col­l­e­ge Lond­in og hef­ur einnig lagt stund á meist­ara­nám í menn­ing­ar­stjórn­un við Há­skól­ann á Bif­röst.

„Hún á að baki lang­an og far­sæl­an fer­il í fram­leiðslu og hand­rits­skrif­um heim­ild­ar­mynda, lengst af í starfi yf­ir­manns heim­ild­ar­mynda­deild­ar og aðal­fram­leiðanda hjá Sagafilm,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Rúv.

Mar­grét hef­ur sinnt ýms­um nefnd­ar­störf­um, setið í stjórn­um og dóm­nefnd­um sem tengj­ast kvik­mynda­gerð, heim­ild­a­mynda­fram­leiðslu, bæði hér­lend­is og er­lend­is.

Fyrri störf muni nýt­ast vel
Meðal þeirra verka sem Mar­grét hef­ur fram­leitt og unnið hand­rit að eru Out of thin air, sem fram­leidd var fyr­ir BBC, RÚV og Net­flix um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið, Vasul­ka áhrif­in, Hækk­um rána. Þáttaröðin Öldin henn­ar var fram­leidd fyr­ir RÚV, The Show of Shows og And­lit norðurs­ins. Þá gerði Mar­grét tíu þátta heim­ildaseríu sem heit­ir Full­veldis­öld­in, heim­ild­a­verk­efnið Hang­ing Out og Good Banks/​Bad Banks.

„Reynsla Mar­grét­ar, fyrri störf henn­ar og mennt­un gera að verk­um að hún býr yfir afar yf­ir­grips­mik­illi þekk­ingu á fram­leiðslu heim­ilda­efn­is sem mun tví­mæla­laust nýt­ast í starfi henn­ar fyr­ir RÚV og al­mennt reyn­ast ís­lenskri heim­ild­ar­mynda­gerð afar vel,“ er haft eft­ir Skarp­héðni Guðmunds­syni, dag­skrár­stjóri sjón­varps hjá RÚV, í til­kynn­ing­unni.

„Framund­an eru spenn­andi verk­efni við að skerpa á ferl­um í kring­um fram­leiðslu og inn­kaup heim­ilda­efn­is til að styrkja enn frek­ar stöðu heim­ilda­efn­is í dag­skrár­fram­boði RÚV, bæði í línu­legri dag­skrá og spil­ara. Það er mik­ill feng­ur í að fá Mar­gréti til að leiða þá mik­il­vægu vinnu.“

Mar­grét tek­ur form­lega til starfa þann 1. sept­em­ber.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR