“Afinn” verðlaunuð í Kalíforníu

Afinn, kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, hlaut í gærkvöldi verðlaun á Tiburon International Film Festival í Kalíforníufylki í Bandaríkjunum fyrir bestu gamanmyndina.
Posted On 18 Apr 2015

Morgunblaðið um “Austur”: Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar í Morgunblaðið og segir myndina vægast sagt ógeðslega og óhugnaðinn með öllu tilgangslausan en engu að síður rífi hann áhorfendur á hol.
Posted On 18 Apr 2015

Um íslensku myndirnar á Reykjavík Shorts & Docs

Kjartan Már Ómarsson fjallar á Vísi um íslensku myndirnar sem sýndar voru á nýliðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndirnar sem rætt er um eru Just Like You, Minnismiðar, Potturinn, Synda, The Arctic Fox og Iceland Aurora.
Posted On 18 Apr 2015

DV um “Austur”: Ágætis stílæfing

Valur Gunnarsson fjallar um Austur Jóns Atla Jónassonar í DV og spyr hvort hún sé ofbeldisfyllsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. "Einhvern veginn finnst manni að svo hljóti að vera, þegar frumsýningargestir streyma út í hrönnum. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að það sé neitt ofbeldi í myndinni yfirhöfuð."
Posted On 18 Apr 2015