Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hlaut verðlaun yngstu áhorfendanna (Children's Choice Award) á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem stendur nú yfir til 27. september. Þá hlaut heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg sérstaka heiðursviðurkenningu dómnefndar (Honourable Mention) í flokki bestu norrænu heimildamyndar.
Klapptré er vefmiðill um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp, sem birtir fréttir, fréttaskýringar, viðtöl, viðhorf, gagnrýni, tölulegar upplýsingar og annað tilheyrandi efni.
Vefurinn fór í loftið haustið 2013. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Klapptré vill þakka Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir stuðninginn við útgáfuna sem og þeim fjölmörgu fyrirtækjum í kvikmyndagerð sem einnig styðja við miðilinn.
Fáðu fréttabréf Klapptrés tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.