Bransadagar RIFF fórum fram 1.-2. október. Í ár var meðal annars rætt um kvikmyndalandið Ísland og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig var rýnt í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs, auk þess sem ungt og upprennandi fólk í kvikmyndum og sjónvarpi sagði frá reynslu sinni.
Verðlaunaafhenfing RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram í gærkvöldi á netinu. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa (This is Not a Burial, It’s a Resurrection) hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jeremiahs Moseses handritshöfundar, leikstjóra og listamanns frá Lesótó.
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs.
Bransadagar RIFF fara fram samhliða hátíðinni og þar er að finna ýmiskonar viðburði, meistaraspjall, frásagnir úr baráttunni og pallborðsumræður um það sem hæst ber þessi misserin.
Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF í ár. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.
RIFF hátíðin verður að mestu leyti haldin á netinu í ár, en þó fara bransadagar fram í Norræna húsinu og í samræmi við reglur um sóttvarnir. Hátíðin verður sett þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október, en áformað er að sýna evrópskar kvikmyndir fram eftir hausti á sérstökum þemavikum og byggja brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem eiga að fara fram í Hörpu í desember.
Frédéric Boyer, dagskrárstjóri hinna kunnu kvikmyndahátíða Les Arcs og Tribeca, fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum.
Verðlaunaafhending á RIFF 2019 fór fram í gærkvöldi og hlaut kvikmyndin Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum.
End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.
Katja Adomeit framleiðandi er einn af heiðursgestum RIFF og heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 4. október kl. 16. Nokkrir aðrir stíga einnig á stokk á þessari uppákomu sem kallast RIFF Talks.
Heimildamyndin Veröld sem var eftir Ólaf Sveinsson verður frumsýnd á RIFF. Í myndinni er annarsvegar hópi ferðalanga fylgt í fimm daga gönguferð á vegum Ferðafélagsins Augnabliks um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við, en hinsvegar er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Engar stjörnur, gagnrýnendasveit kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær fimm kvikmyndir á RIFF sem hópurinn er spenntastur fyrir.