Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið

Baltasar Kormákur er meðal leiðbeinenda á námskeiðinu Stelpur filma! (Mynd: RÚV)

Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

RÚV greinir frá og þar segir einnig:

Smiðjan var fyrst haldin árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi.

Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að skapa öruggt rými fyrir stelpur til að opna á allar hugmyndir sínar og að allar hugmyndir og sköpun eigi rétt á sér. Engin er dæmd út frá frammistöðu, kynvitund, bakgrunni, uppruna, fjárhagslegri stöðu eða öðrum breytum.

Námskeiðið miðar einnig að því að rétta af kynjahallann í kvikmyndagerð á Íslandi. Margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og láta rödd sína heyrast. Á námskeiðinu fá stelpurnar næði til að þroska hæfileika sína og mynda tengsl við kvenkyns fyrirmyndir.

Meðal kennara á námskeiðinu eru Valdís Óskarsdóttir klippari, Margrét Jónasdóttir framleiðandi og Baltasar Kormákur leikstjóri.

Sjá nánar hér: Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR