HeimEfnisorðRIFF 2020

RIFF 2020

Sjáðu upptökurnar frá Bransadögum RIFF 2020 hér

Bransadagar RIFF fórum fram 1.-2. október. Í ár var meðal annars rætt um kvikmyndalandið Ísland og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig var rýnt í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs, auk þess sem ungt og upprennandi fólk í kvikmyndum og sjónvarpi sagði frá reynslu sinni.

Þessar myndir fengu verðlaun á RIFF 2020

Verðlaunaafhenfing RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram í gærkvöldi á netinu. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa (This is Not a Burial, It’s a Res­ur­recti­on) hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jerem­iahs Moseses hand­rits­höf­und­ar, leik­stjóra og listamanns frá Lesótó.

Kvikmyndalandið Ísland og áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum á Bransadögum RIFF

Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs.

Íslensku myndirnar á RIFF

Nýjar íslenskar stuttmyndir, heimildamyndir og bíómyndir verða frumsýndar á RIFF hátíðinni. Hér er farið yfir það helsta.

Margskonar viðburðir á bransadögum RIFF

Bransadagar RIFF fara fram samhliða hátíðinni og þar er að finna ýmiskonar viðburði, meistaraspjall, frásagnir úr baráttunni og pallborðsumræður um það sem hæst ber þessi misserin.

Ber­skjaldaður Hatari í nýrri heimildar­mynd

Anna Hildur Hildibrandsdóttir frumsýnir nýja heimildamynd sína, A Song Called Hate (Hatrið) á væntanlegri RIFF hátíð. Fréttablaðið ræddi við hana og Klemens Hannigan Hatarameðlim um myndina sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatari á Eurovison vorið 2019.

Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið

Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

[Stikla] ÞRIÐJI PÓLLINN opnunarmynd RIFF 2020

Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF í ár. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.

RIFF 2020 verður með breyttu sniði

RIFF hátíðin verður að mestu leyti haldin á netinu í ár, en þó fara bransadagar fram í Norræna húsinu og í samræmi við reglur um sóttvarnir. Hátíðin verður sett þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október, en áformað er að sýna evrópskar kvikmyndir fram eftir hausti á sérstökum þemavikum og byggja brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem eiga að fara fram í Hörpu í desember.

Frédéric Boyer stýrir dagskrárnefnd RIFF

Frédéric Boyer, dagskrárstjóri hinna kunnu kvikmyndahátíða Les Arcs og Tribeca, fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum. 

RIFF 2020 kallar eftir myndum

RIFF hátíðin verður haldin í 17. sinn dagana 24. september til 4. október næstkomandi. Hátíðin kallar nú eftir myndum og rennur frestur út 15. júlí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR