"Heillandi, áhugaverð, undarlega notaleg og róandi bíóupplifun," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um heimildamyndina Kaf eftir Hönnu Björk Valsdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Elínu Hansdóttur.
"Þegar upp er staðið er mynd Gríms áhrifamikil saga um uppreisn í lokuðu samfélagi sem stendur fyrir öll undirokuð samfélög," segir Davide Abbatescianni í Cineuropa um Héraðið Gríms Hákonarsonar.
"Efa að nokkur áhorfandi geti stillt sig um að brosa hringinn nánast samfleytt þær 72 mínútur sem myndin stendur yfir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Kaf eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur.