Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.
Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf framleiðslustjóra á vef sínum. Framleiðslustjóri annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna sem berast stofnuninni vegna kvikmyndagerðar.
Bandaríska sjónvarpsstöðin UPTV hefur keypt streymisréttinn af Kattarshians, sem er útsending í rauntíma frá lífi og leikjum nokkurra kettlinga. Kattarshians-streymið er opið inni á www.kattarshians.tv. Sagafilm framleiðir efnið.
Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur og þróunarstjóri Sagafilm leggur útaf tilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar um hækkanir á handrita- og þróunarstyrkjum á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við að sömu heildarupphæðir séu í boði fyrir handritaskrif kvikmynda og þáttaraða.
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ákveðið að hækka upphæðir handrits- og þróunarstyrkja. Um er að ræða 28% hækkun á handritsstyrkjum fyrir leiknar kvikmyndir í fullri lengd og leikið sjónvarpsefni og 31% hækkun á handrits- og þróunarstyrkjum fyrir heimildamyndir. Er þessi hækkun á styrkjum nokkuð umfram hækkanir á framlögum til Kvikmyndasjóðs frá árinu 2017 til 2018, sem er 9%.
"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.