spot_img

Hækkanir á handrits- og þróunarstyrkjum

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ákveðið að hækka upphæðir handrits- og þróunarstyrkja. Um er að ræða 28% hækkun á handritsstyrkjum fyrir leiknar kvikmyndir í fullri lengd og leikið sjónvarpsefni og 31%  hækkun á handrits- og þróunarstyrkjum fyrir heimildamyndir. Er þessi hækkun á styrkjum nokkuð umfram hækkanir á framlögum til Kvikmyndasjóðs frá árinu 2017 til 2018, sem er 9%.

Þetta kemur fram í frétt á vef KMÍ.

Hækkanirnar hafa nú þegar tekið gildi og umsækjendur sem eru með óafgreiddar umsóknir til umfjöllunar hjá KMÍ geta uppfært þær til samræmis við hækkanirnar.

Hækkanirnar eru sem hér segir:

Leiknar kvikmyndir í fullri lengd:

Handritsstyrkur 1. hluti hækkar í 500.000 kr. (var 400.000 kr.)

Handritsstyrkur 2. hluti hækkar í 800.000 kr. (var 600.000 kr.)

Handritsstyrkur 3. hluti hækkar í 1.000.000 kr. (var 800.000 kr.)

Leikið sjónvarpsefni:

Handritsstyrkur 1. hluti hækkar í 500.000 kr. (var 400.000 kr.)

Handritsstyrkur 2. hluti hækkar í 1.000.000 kr. (var 800.000 kr.)

Handritsstyrkur 3. hluti hækkar í 800.000 kr. (var 600.000 kr.)

Heimildamyndir:

Handritsstyrkur hækkar í 500.000 kr. (var 400.000 kr.)

Þróunarstyrkur hækkar í 1.200.000 kr. (var 900.000 kr.)

Þess má einnig geta að virk vilyrði um framleiðslustyrki hafa hækkað fyrir næsta ár.

Sjá nánar hér: Hækkanir á handrits- og þróunarstyrkjum

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR