Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg hefur verið valinn til þátttöku í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Þetta er önnur heimildamynd Yrsu, sem hlaut Nordisk Panorama verðlaunin fyrir frumraun sína Salóme.
Gagnrýnandi Hollywood Reporter er hrifinn af Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í dóminum segir að Hlynur sé áræðinn leikstjóri sem rétt sé að veita athygli.
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Á hátíðinni í ár verða frumsýndar fjórtán íslenskar heimildamyndir og kynnt verða sex verk í vinnslu.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar til um tíu landa. Myndin vekur gott umtal í Cannes.
Trickshot hefur keypt hluta af rekstri og tækjum RGB ehf. og hafa samningar þess eðlis verið undirritaðir af hálfu fyrirtækjanna og Pegasus ehf., sem var meirihlutaeigandi RGB. Trickshot er eitt af helstu eftirvinnslufyrirtækjum hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis.
Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.
Hlynur Pálmason ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Hvítan, hvítan dag og væntanlega frumsýningu á Critics' Week í Cannes þann 16. maí.
Friðrik Þór Friðriksson stefnir á tökur á nýrri mynd sinni Drepum skáldið (Kill the Poet) á haustmánuðum. Myndin fjallar um forboðið samband skáldsins Steins Steinarrs og málarans Louisu Matthíasdóttur á fimmta áratug síðustu aldar.