Heim Bransinn Trickshot kaupir RGB

Trickshot kaupir RGB

-

Bjarki Guðjónsson (Trickshot) og Eggert Baldvinsson (RGB) hafa sameinað krafta sína.

Trickshot hefur keypt hluta af rekstri og tækjum RGB ehf. og hafa samningar þess eðlis verið undirritaðir af hálfu fyrirtækjanna og Pegasus ehf., sem var meirihlutaeigandi RGB. Trickshot er eitt af helstu eftirvinnslufyrirtækjum hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis.

„Trickshot kaupir hluta af tækjum RGB og rekstri þess, en Eggert Baldvinsson, framkvæmdastjóri RGB, bætist í hóp starfsmanna Trickshot og verður að auki einn eigenda Trickshot. Þetta er stórt skref og mikilvægt fyrir fyrirtækið og festir okkur enn frekar í sessi sem eitt fremsta eftirvinnslufyrirtæki landsins,“

segir Bjarki Guðjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Trickshot.

Trickshot var stofnað 2009 og hefur unnið að fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, heimildamynda, kynningarmynda og stuttmynda, svo fátt eitt sé tínt til.

„Eftirvinnsla felst í raun í þáttum á borð við klippingu, samsetningu, litaleiðréttingu, grafík, myndbrellum og hljóðblöndun, svo nokkrir þættir séu nefndir. Trickshot og RGB hafa verið leiðandi á þessu sviði hér á landi og eftir þessi kaup verður Trickshot enn betur í stakk búið að takast á við fjölmörg stór og spennandi verkefni sem framundan eru,“

segir Bjarki.

Trickshot verður sem áður til húsa að Krókhálsi 6 í Reykjavík en hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga á hinum margvíslegu sviðum eftirvinnslu.

„Það er ánægjuefni að horfa til þess að Trickshot muni vaxa og dafna með öflugum liðsauka. Þetta hefur verið skemmtilegt ferð með RGB og við vitum að sameinað fyrirtæki mun takast á við fjölda eftirminnilegra verkefna og við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni,“

segir Lilja Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasus.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.