Pegasus hefur birt á Vimeo síðu sinni stutta yfirferð yfir myndbrellur og litgreiningu í sjónvarpsþáttunum Hraunið. Jón Már Gunnarsson hjá Pegasus annaðist myndbrellur og Eggert Baldvinsson hjá RGB sá um litgreiningu.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.
Trickshot hefur keypt hluta af rekstri og tækjum RGB ehf. og hafa samningar þess eðlis verið undirritaðir af hálfu fyrirtækjanna og Pegasus ehf., sem var meirihlutaeigandi RGB. Trickshot er eitt af helstu eftirvinnslufyrirtækjum hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis.