Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.
Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.
Ísland er, líkt og oft áður, áberandi í sjöundu og næst síðustu syrpu þáttaraðarinnar Game of Thrones (Krúnuleikar). Tökur fóru fram á hér á landi fyrr á árinu og sem fyrr þjónustaði Pegasus verkefnið. Stiklur syrpu sjö hafa verið opinberaðar og má skoða tvær þeirra hér. Sýningar hefjast 16. júlí á HBO og væntanlega daginn eftir á Stöð 2.
Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.
Önnur syrpa þáttaraðarinnar Fortitude hefst 26. janúar á Sky. Sýningar á RÚV hefjast væntanlega um svipað leyti. Stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.
Önnur syrpa af þáttaröðinni Fortitude, sem að miklu leyti er filmuð hér á landi, verður frumsýnd í janúar. Ný stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.
Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.
Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.
ScreenDaily segir frá væntanlegum verkefnum Pegasus sem Snorri Þórisson kynnti á RIFF. Snorri leggur áherslu á samstarf við erlenda aðila: "Ísland er ekki markaður," segir hann, "það er agnarsmátt."
Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.
Ráðist verður í gerð annarrar umferðar af þáttaröðinni Fortitude. Tökur munu hefjast hér á landi í byrjun næsta árs en alls verða gerðir tíu þættir að þessu sinni í stað tólf, að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus.
Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bresku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir verða sýndir á RÚV og hefjast sýningar í byrjun febrúar.