HeimEfnisorðPegasus

Pegasus

Mik­il vel­gengn­i í ís­lenskr­i kvik­mynd­a­gerð

Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.

Stórmynd um vestur-íslenska Olympíumeistara í íshokkí í undirbúningi

Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.

[Stikla] „Arctic“

Stikla kvikmyndarinnar Arctic með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki, er komin út og má skoða hér. Myndin verður sýnd á næsta ári.

Bandarísk/íslensk samframleiðsla, „Arctic“, valin á Cannes

Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.

[Stikla] Ísland áberandi í sjöundu syrpu „Game of Thrones“

Ísland er, líkt og oft áður, áberandi í sjöundu og næst síðustu syrpu þáttaraðarinnar Game of Thrones (Krúnuleikar). Tökur fóru fram á hér á landi fyrr á árinu og sem fyrr þjónustaði Pegasus verkefnið. Stiklur syrpu sjö hafa verið opinberaðar og má skoða tvær þeirra hér. Sýningar hefjast 16. júlí á HBO og væntanlega daginn eftir á Stöð 2.

Tökum lokið á spennutryllinum „Arctic“ með Mads Mikkelsen

Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.

[Stikla] Önnur syrpa „Fortitude“ hefst 26. janúar

Önnur syrpa þáttaraðarinnar Fortitude hefst 26. janúar á Sky. Sýningar á RÚV hefjast væntanlega um svipað leyti. Stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Kvikmyndaskólinn og stærstu framleiðslufyrirtækin ræða starfsþjálfunarkerfi 

Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.

Snorri Þórisson ræðir væntanleg verkefni Pegasus

ScreenDaily segir frá væntanlegum verkefnum Pegasus sem Snorri Þórisson kynnti á RIFF. Snorri leggur áherslu á samstarf við erlenda aðila: "Ísland er ekki markaður," segir hann, "það er agnarsmátt."

„Chasing Robert Barker“ með Guðmundi Inga Þorvaldssyni heimsfrumsýnd á RIFF

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.

Önnur umferð af „Fortitude“ í tökur í byrjun næsta árs

Ráðist verður í gerð annarrar umferðar af þáttaröðinni Fortitude. Tökur munu hefjast hér á landi í byrjun næsta árs en alls verða gerðir tíu þættir að þessu sinni í stað tólf, að sögn Snorra Þórissonar hjá Pegasus.

Forsýningar á „Fortitude“ á Reyðarfirði

Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bresku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir verða sýndir á RÚV og hefjast sýningar í byrjun febrúar.

Svona voru brellurnar í „Hrauninu“ gerðar

Pegasus hefur birt á Vimeo síðu sinni stutta yfirferð yfir myndbrellur og litgreiningu í sjónvarpsþáttunum Hraunið. Jón Már Gunnarsson hjá Pegasus annaðist myndbrellur og Eggert Baldvinsson hjá RGB sá um litgreiningu.

„Hraunið“ kostaði 200 milljónir

Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð millj­ón­ir í fram­leiðslu og hef­ur sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verið seld­ur til í Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Tékk­lands, Lett­lands, Belg­íu, Hol­lands og Lúx­em­borg­ar. Viðræður um fram­hald eru þegar hafn­ar, segir mbl.is.

„Fortitude“ kitlan komin

Sjónvarpsserían Fortitude, sem mynduð var hér á landi að stærstum hluta síðasta vetur, er væntanleg í janúar næstkomandi, þar á meðal á RÚV.

„Hraunið“: kitlan er hér

Sjónvarpsþættirnir Hraunið í leikstjórn Reynis Lyngdal og eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, eru væntanlegir í RÚV í lok september.

„Blóðberg“ Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

„Þrestir“ Rúnars Rúnarssonar í tökur 14. júlí

Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.

Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.

„Game of Thrones“ gengið í góðum gír á Íslandi

Fjórða þáttaröð Krúnuleika eða Game of Thrones verður frumsýnd þann 6. apríl næstkomandi. Hluti seríunnar hefur verið tekinn upp hér á landi allt frá annarri röðinni og hefur Pegasus þjónustað verkefnið. HBO hefur sent frá sér stutta mynd þar sem sýnt er frá tökum á Íslandi og rætt við ýmsa aðstandendur verksins.

Tökur á „Fortitude“ hefjast á Reyðarfirði

Um 70 Íslendingar og 50 útlendingar auk 30 erlendra leikara vinna við verkefnið, en vonir standa til að gerðar verði nokkrar þáttaraðir. Tökur verða víðar um Austurland en kostnaður nálgast milljarð króna.

Tökur á „Fortitude“ hafnar, Björn Hlynur og Stanley Tucci hefja leikinn

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude hefjast í dag í London og verða meðal annars tekin upp atriði með Birni Hlyni Haraldssyni og Stanley Tucci. Von er á Sofie Grabol og fleirum á morgun. Tökur á Reyðarfirði hefjast innan skamms.

Óveðursský í kvikmyndabransanum

Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus ræðir við Kjarnann um verkefnin framundan og þá erfiðu stöðu sem við blasir í kvikmyndagreininni.

Gambon, Grabol og Tucci í „Fortitude“

Nú hefur verið staðfest að Stanley Tucci (The Hunger Games), Sofie Grabol (Forbrydelsen) og Michael Gambon (Harry Potter, The Singing Detective) fara með helstu hlutverkin í sjónvarpsseríunni sem tekin verður upp á Austfjörðum eftir áramót.

Greining | Hvernig Tom Cruise og Ben Stiller færa Íslandi björg í bú

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.

Stór bresk/bandarísk sería, „Fortitude“, mynduð hér á landi eftir áramót

Heimildir Klapptrés herma að í undirbúningi séu tökur á bresk/bandarísku sjónvarpsseríunni Fortitude hér á landi og að stefnt sé á að hefjast handa í upphafi næsta árs.

Tökustaður: Ísland í The Washington Post

The Washington Post birtir grein um Hollywood verkefnin sem streyma til Íslands í leit að öðrum heimi og spjallar við Einar Svein Þórðarson og...

Tökur hafnar á „Hrauninu“

Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.

Stikla úr Fólkinu í blokkinni

Fjölskylduþáttaröðin Fólkið í blokkinni hefur göngu sína á RÚV 13. október næstkomandi. Verkið byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar og er í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar sem einnig gerir handrit. Pegasus framleiðir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR