Sjónvarpsþættirnir Hraunið í leikstjórn Reynis Lyngdal og eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, eru væntanlegir í RÚV í lok september. Framleiðandinn, Pegasus, hefur sent frá sér kitlu sem skoða má hér að neðan.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.