HeimEfnisorðHraunið

Hraunið

„Hraunið“ komið á Netflix fyrst íslenskra þátta – þó ekki á Íslandi

Spennuþættirnir Hraunið, sem sýndir voru á RÚV 2014, eru komnir á Netflix. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt kvikmyndað efni birtist á þeim vettvangi. Þættirnir eru þó ekki fáanlegir á Íslandi vegna samninga.

Leiðrétting vegna samanburðar á áhorfi „Ófærðar“ og „Hraunsins“

Í frétt Klapptrés sem birtist þann 28. desember s.l. var fjallað um áhorf á fyrsta þátt Ófærðar. Í fréttinni var þess getið að fyrsti þáttur Ófærðar hefði fengið svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð. Þetta er rangt, komið hefur í ljós að sambærilegir hlutir voru ekki bornir saman. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum og leiðréttast þau hér með.

Svona voru brellurnar í „Hrauninu“ gerðar

Pegasus hefur birt á Vimeo síðu sinni stutta yfirferð yfir myndbrellur og litgreiningu í sjónvarpsþáttunum Hraunið. Jón Már Gunnarsson hjá Pegasus annaðist myndbrellur og Eggert Baldvinsson hjá RGB sá um litgreiningu.

Miklar breytingar á sjónvarpsáhorfi

Um helmingur þjóðarinnar horfði á spennuþættina Hraunið sem sýndir voru á RÚV. Það er svipað áhorf og undanfarinn, Hamarinn, hlaut 2009. Munurinn er þó sá að í tilfelli Hamarsins var nær allt áhorf við frumsýningu þáttar en aðeins um tveir þriðju horfðu á frumsýningar Hraunsins. Restin stundaði svokallað "hliðrað áhorf", horfði gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi.

„Hraunið“ kostaði 200 milljónir

Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð millj­ón­ir í fram­leiðslu og hef­ur sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verið seld­ur til í Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Tékk­lands, Lett­lands, Belg­íu, Hol­lands og Lúx­em­borg­ar. Viðræður um fram­hald eru þegar hafn­ar, segir mbl.is.

„Hraunið“: kitlan er hér

Sjónvarpsþættirnir Hraunið í leikstjórn Reynis Lyngdal og eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, eru væntanlegir í RÚV í lok september.

Tökur hafnar á „Hrauninu“

Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR