“Hrútar” til Ameríku

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Gengið hefur verið frá sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar til Bandaríkjanna. Það var framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Cohen Media Group sem keypti dreifingarréttinn vestanhafs en gengið var frá samningum í gær.

Óhætt er að segja að sala á myndinni hafi gengið afar vel en hún hefur á undanförnum vikum selst til um og yfir 30 landa.

Hross í oss Benedikts Erlingssonar seldist einnig í svipuðum mæli og er vert að minna á þau ummæli Variety að slík víðtæk dreifing þýddi að myndin sé komin í flokk svokallaðra “breakout” titla, þ.e. mynda sem seljast miklu víðar en gjarnan sé raunin með listrænar myndir. Sömu sögu má nú segja af Hrútum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR