Danska sölufyrirtækið LevelK fer með alþjóðlega sölu á kvikmynd Antons Sigurðssonar, Grimmd, sem frumsýnd var í október síðastliðnum og varð önnur vinsælasta mynd ársins.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Hildur Guðnadóttir mun gera tónlistina við kvikmyndina Soldado, sem er framhaldsmynd spennumyndarinnar Sicario frá árinu 2015. Hildur tók þátt í gerð tónlistarinnar í fyrri myndinni sem sellóleikari, en það var Jóhann Jóhannsson sem þá samdi tónlistina og hlaut hann BAFTA- og Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir.
True North kynnir næstu verkefni á yfirstandandi Berlínarhátíð. Þeirra á meðal eru bíómynd eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Slóð fiðrildanna, sakamálasería byggð á bókum Stefáns Mána og þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík. ScreenDaily skýrir frá.
Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.