Daglegt færslusafn: Mar 5, 2015

„Regína“ sýnd á Kex og handritshöfundurinn spjallar

Kvikmyndin Regína í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur verður sýnd á Kex Hostel næstkomandi sunnudag kl. 13. Á eftir mun handritshöfundur og tónskáld myndarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, ræða hvernig saga verður að kvikmynd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

„Red Waters“ kynnt á teiknimyndamessunni í Lyon

Hreyfimyndastúdíóið GunHil vinnur nú að undirbúningi teiknimyndar í fullri lengd sem byggð er á óperunni Red Waters eftir þau Lady & Bird (Barða Jóhannsson & Keren Ann Zeidel).  Kitla fyrir verkefnið var kynnt í dag á Cartoon Movies ráðstefnunni í Lyon og má jafnframt sjá hér.