Kvikmyndin Regína í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur verður sýnd á Kex Hostel næstkomandi sunnudag kl. 13. Á eftir mun handritshöfundur og tónskáld myndarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, ræða hvernig saga verður að kvikmynd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Margrét Örnólfsdóttir hefur verið tilnefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta handritið í flokki sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum.
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.