Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til handritsverðlauna fyrir „Flateyjargátuna“

Margrét Örnólfsdóttir (Mynd: Yrsa Roca Fannberg).

Margrét Örnólfsdóttir hef­ur verið til­nefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþátt­araða á Norður­lönd­um.

Þetta er þriðja árið í röð sem Norræni sjóðurinn veitir verðlaun fyrir framúrskarandi handrit. Sigurvegarinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 30. janúar 2019. Dómnefndina í ár skipa finnska leikkonan Laura Birn, sænski leikarinn Alexander Karim, blaðamaðurinn og framleiðandinn Christina Jeurling Birro og breski ráðgjafinn og framleiðandinn Justin Judd.

Flateyjargátunni er leikstýrt af Birni B. Björnssyni og framleidd af Reykjavík Films og Sagafilm. Þáttaröðin var frumsýnd á RÚV í nóvember og hafa þættirnir þegar verið seldir til allra Norðurlandanna. Sky Vision er dreifingaraðili Flateyjargátunnar á heimsvísu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR