HeimEfnisorðGautaborg 2019

Gautaborg 2019

Mikill áhugi á íslenskum myndum í vinnslu í Gautaborg

Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.

„Vesalings elskendur“ sýnd á Gautaborgarhátíðinni

Norrænar kómedíur verða í sérstökum fókus á Gautaborgarhátíðinni þetta árið og meðal þeirra níu mynda sem tilheyra flokknum er Vesalings elskendur eftir Maximilian Hult. Myndin er alfarið skipuð íslenskum leikurum og unnin á Íslandi.

„Tryggð“ til Gautaborgar

Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hefur verið valin á Nordic Lights hluta Gautaborgarhátíðarinnar sem fram fer dagana 25. janúar - 4. febrúar.

„Litla Moskva“ keppir í Gautaborg

Heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Litla Moskva, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, dagana 25. janúar - 4. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 42. skipti.

Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til handritsverðlauna fyrir „Flateyjargátuna“

Margrét Örnólfsdóttir hef­ur verið til­nefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþátt­araða á Norður­lönd­um.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR