spot_img

HEIMA ER BEST til­nefnd til norrænu handritaverðlaunanna

Þáttaröðin Heima er best er tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2024. Aðalhöfundur og leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir sem skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg og Tyrfingi Tyrfingssyni. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar.

Fimm þáttaraðir frá Norðurlöndunum eru tilnefndar til verðlaunanna en það eru Estonia frá Finnlandi, Painkillers frá Svíþjóð, Power Play frá Noregi og Prisoner frá Danmörku.

Heima er best segir frá fjölskylduátökum í íslenskum samtíma. Þegar ættfaðir fellur frá taka við nýir tímar í lífi þriggja ólíkra systkina. Það sem átti að sameina sundrar og vandamálin sem upp koma þegar systkinin fara að deila sín á milli um arfleið föðursins verða ekki flúin.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR