Tyrfingur Tyrfingsson, annar handritshöfunda hinnar íslensku bíómyndar Villibráðar, segist vera steinhissa á vinsældum myndarinnar. Hann segist í viðtali við Fréttablaðið fyrst og fremst hafa skrifað handritið fyrir vini sína og svo hafi komið í ljós að almenningur sé jafn óvandaður.
Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson handritshöfundur ræddu við Lestina um mynd sína Villibráð, sem væntanleg er í bíó þann 6. janúar.