Alissa Simon, gagnrýnandi Variety, skrifar um Lof mér að falla sem nú er sýnd á Busan hátíðinni í S-Kóreu. Hún segir myndina standa uppúr öðrum nýlegum myndum sem fjalli um heim fíkla.
Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi, en alls hafa rúmlega 44 þúsund manns séð hana hingað til.
Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um Lof mér að falla fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því sem bar á góma í umræðunum.
Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar hlaut um helgina tvenn verðlaun á Schlingel barnakvikmyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi. Bragi Þór veitti verðlaununum viðtöku ásamt Lúkas Emil Johansen, sem fer með aðalhlutverkið.
Menningarverðlaun DV voru veitt síðastliðinn föstudag fyrir árið 2017. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð hlutu kvikmyndaverðlaunin fyrir Undir trénu. Þá hlaut þáttaröðin Fangar verðlaun lesenda í netkosningu.