„Undir trénu“ hlaut menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndir

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tekur við Menningarverðlaunum DV fyrir kvikmyndir (mynd: DV).

Menningarverðlaun DV voru veitt síðastliðinn föstudag fyrir árið 2017. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð hlutu kvikmyndaverðlaunin fyrir Undir trénu. Þá hlaut þáttaröðin Fangar verðlaun lesenda í netkosningu.

í umsögn dómnefndar um Undir trénu segir:

Undir trénu er kolsvört, dramatísk kómedía um myrkari hliðar samskiptaleysis og nágrannaerja. Kvikmyndin er skrifuð af þeim Huldari Breiðfjörð og Hafsteini Gunnari Hafsteinssyni, leikstjóra myndarinnar. Vakti myndin mikla athygli í fyrrahaust. Í sögunni tvinnast saman grín og harmleikur með áreynslulausum hætti. Hvergi er feilnóta slegin í þessu magnaða verki. Edda Björgvinsdóttir er þó óumdeild stjarna myndarinnar og hefur aldrei verið betri.

Sjá nánar hér: Þau hlutu Menningarverðlaun DV – DV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR