Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum.
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.
Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi ræðir við Wendy Mitchell hjá Screen um árið sem er að líða og hvernig honum og samstarfsfólki tókst að vinna sig framhjá takmörkunum vegna heimsfaraldursins. Hann ræðir líka um stöðuna í kvikmyndabransanum almennt sem og verkefnin framundan.
Þáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film og TV Fond handritsverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst í lok janúar. Þáttaröðin keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.
IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.