GULLREGN sýnd í þremur hlutum á RÚV

Gullregn Ragnars Bragasonar verður sýnd í þremur hlutum á RÚV frá nýársdegi og með ýmsu efni sem ekki var í kvikmyndinni.

Ragnar segir á Facebook síðu sinni:

Þetta er lengri sjónvarpsútgáfa í þremur hlutum þar sem ýmislegt leynist sem ekki var í kvikmyndinni. Nýjar persónur birtast (halló Auðunn Blöndal, Auður Finnbogadóttir, Jóhann Sigurðarson) og farið dýpra í sambönd og samskipti.

Verkið verður sýnt á nýársdag, 3. janúar og 10. janúar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR