Daglegt færslusafn: Apr 2, 2014

Velta bransans 12,1 milljarður króna 2013

Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls rúmlega 12.1 milljarði króna á árinu 2013 og er það um 12% samdráttur frá árinu 2012 sem er veltumesta ár í sögu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Veltan 2013 er þó sú næst mesta.

Gagnrýni | Noah

Ásgeir Ingólfsson segir Darren Aronofsky leikstjóra Noah þora að "horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en ein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis."