Velta bransans 12,1 milljarður króna 2013

velta bransans 2008-2013
Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls rúmlega 12.1 milljarði króna á árinu 2013 og er það um 12% samdráttur frá árinu 2012 sem er veltumesta ár í sögu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Veltan 2013 er þó sú næst mesta.

Af súlritinu hér að ofan má sjá að velta bransans hefur þrefaldast á síðustu sex árum. Ástæðan er ekki síst mjög aukið umfang erlendra kvikmyndaverkefna sem hingað koma.

Þessar tölur koma frá SÍK sem aftur byggir á gögnum Hagstofu Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR