Daglegt færslusafn: Apr 5, 2015

OZ býður skapandi fólki uppá nýja tekjuleið fyrir myndefni sitt

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun opna nýja þjónustu á næstu dögum, OZ Creators World, sem gengur útá að hver sem er getur opnað sína eigin vídeórás og rukkað fyrir hana samkvæmt eigin hugmyndum. Þjónustan verður kynnt á sérstökum viðburði í Los Angeles þann 9. apríl næstkomandi að viðstöddum íslenskum listamönnum á borð við GusGus, Retro Stefson og Samaris.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari í viðtali

Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari, sem hlaut Edduverðlaun í febrúar síðastliðnum fyrir vinnu sína við Vonarstræti er viðfangsefni ítarlegrar umfjöllunar Sjónvarps Víkurfrétta. Rætt er við Kristínu um starfið og einnig við fjölmarga samstarfsmenn.