Eggert Ketilsson leikmyndahönnuður og brellumeistari gerir leikmynd stórmyndarinnar Dunkirk sem Christopher Nolan leikstýrir og frumsýnd verður á næsta ári. Fyrsta stikla myndarinnar var nýlega opinberuð.
Björn Hlynur Haraldsson vinnur þessa dagana að handriti prufuþáttar (pilot) sem byggður er á bíómynd hans Blóðbergi. Tökur á prufuþættinum munu fara fram næsta sumar. Thruline Entertainment í Los Angeles heldur utan um verkefnið fyrir Showtime.