Þórður Pálsson ræðir við Fréttablaðið um þáttaröðina Brot sem hann er upphafsmaður að. Þættirnir eru nú í sýningum á RÚV en verða aðgengilegir á Netflix í mars.
Animation stuttmyndin A Love Story er mynd vikunnar á Vimeo en hún er hluti af lokaverkefni hönnuðarins Sólrúnar Óskar Jónsdóttur frá The National Film and Television School í Bretlandi. Myndin, sem er stýrt af Anushka Naanayakkara, hlaut meðal annars BAFTA verðlaunin 2017 sem besta breska hreyfimyndin
Þórarinn Þórarinsson súmmerar upp hlutskipti íslenska kvikmyndagagnrýnandans ansi skemmtilega í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir upp íslenska bíóárið.
Baldvin Z leikstjóri og Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus, ræða við Björn Berg, deildarstjóra Greiningar Íslandsbanka um framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda hér á landi...
Nanna Kristín Magnúsdóttir er tilnefnd fyrir hönd Íslands til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna (Nordic Film & TV Fond Prize) fyrir verk sitt Pabbahelgar.
Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time... in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.
Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson hlaut á dögunum tilnefningu sem besta dramamynd ársins á streymisveitunni Vimeo. Myndin hlaut Vimeo Staff Pick verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aspen og hefur verið aðgengileg á Vimeo síðan í apríl, með yfir 120 þúsund spilanir.
Þáttaröðin Signals úr smiðju Óskars Jónassonar var valið áhugaverðasta "pitchið" á London Drama Summit sem fagritið C21 stendur fyrir. Sagafilm framleiðir en stefnan er að hefja tökur á seinni hluta næsta árs.
Steve Gravestock, einn dagskrárstjóra Toronto hátíðarinnar, hefur gefið út bók um sögu íslenskra kvikmynda, A History of Icelandic Film. Gravestock þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar, en hann hefur haft umsjón með vali kvikmynda frá Norðurlöndum í yfir 20 ár.
Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin fara fram í Berlín dagana 23. - 24. febrúar 2020. Þar hefur tónlist Gyðu Valtýsdóttur við kvikmyndina Undir halastjörnu eftir Ara Alexander Ergis Magnússon verið valin sem framlag Íslands til Hörpu verðlaunanna, sem eru árlega veitt einu tónskáldi af Norðurlöndunum.
"Djörf og flott tilraun og heildarútkoman er einkar áhrifarík,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann þrenn verðlaun á Torino kvikmyndahátíðinni á Ítalíu um helgina. Klippari myndarinnar, Julius Krebs Damsbo, var viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.
Erlendur Sveinsson á merkan feril að baki, bæði sem höfundur margra heimildamynda, en ekki síður sem baráttumaður fyrir varðveislu kvikmyndaarfs. Í upphafi ársins lét hann af störfum sem forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands og í nýjasta hefti Journal of Film Preservation sem FIAF, heimssamtök kvikmyndasafna, gefur út má finna grein eftir Erlend þar sem hann fer yfir langan feril sinn hjá Kvikmyndasafninu, en segja má að hann hafi verið meira og minna viðloðandi safnið allt frá stofnun þess 1978.