Heim Ársuppgjör Bestu myndir ársins 2019

Bestu myndir ársins 2019

-

Parasite er mynd ársins 2019 að mati álitsgjafa kvikmyndafræðinnar.

Álitsgjafar kvikmyndafræðinnar við Háskóla Íslands hafa valið bestu kvikmyndir ársins 2019.

Í inngangi Björns Þórs Vilhjálmssonar segir meðal annars:

Útkoman er sannarlega forvitnileg. Álitsgjafar voru inntir eftir fimm mynda lista, sem á væri raðað í sæti, og stig gefin í kjölfarið. Útkoma stigagjafarinnar endurspeglast í listanum hér að neðan yfir tíu mikilvægustu myndir ársins en ekki er síður forvitnilegt að skoða einstök framlög, því þótt vissulega séu „úrslitin“ skýr er strengurinn sem rekja má í gegnum listana jafnframt hlykkjóttur. Fjöldi athyglisverðra mynda er ekki tryggðu sér sæti á heildarlistanum er nefndur á nafn, og lítill vafi leikur á því að þar er að finna fjölmargar prýðisgóðar hugmyndir að jólaáhorfi – að viðbættri þeirri augljósu sæmdarkröfu að fólk hafi kynnt sér allar þær myndir er finna má á heildræna topp–tíu listanum. En með þetta í huga eru einkalistar álitsgjafa birtir fyrir neðan heildarlistann. Í raun þarf að skoða þá til viðbótar við heildarlistann til að breidd þessarar könnunar um myndir ársins birtist í skýru og greinagóðu ljósi.

Myndirnar eru (frá 10-1):

10. The Lighthouse – Robert Eggers
9. The Favourite – Yorgos Lanthimos
8. Burning – Lee Chang-dong
7. Agnes Joy – Silja Hauksdóttir
6. The Irishman – Martin Scorsese
5. Joker – Todd Philips
4. Málverk af logandi hefðarkonu (Portrait de la jeune fille en feu/Portrait of a Lady on Fire) – Céline Sciamma
3. Marriage Story – Noah Baumbach
2. Once Upon a Time in … Hollywood – Quentin Tarantino
1. Parasite – Bong Joon-ho

Sjá nánar hér: Bestu myndir ársins 2019 | Hugrás

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.