Bestu myndir ársins 2019

Parasite er mynd ársins 2019 að mati álitsgjafa kvikmyndafræðinnar.

Álitsgjafar kvikmyndafræðinnar við Háskóla Íslands hafa valið bestu kvikmyndir ársins 2019.

Í inngangi Björns Þórs Vilhjálmssonar segir meðal annars:

Útkoman er sannarlega forvitnileg. Álitsgjafar voru inntir eftir fimm mynda lista, sem á væri raðað í sæti, og stig gefin í kjölfarið. Útkoma stigagjafarinnar endurspeglast í listanum hér að neðan yfir tíu mikilvægustu myndir ársins en ekki er síður forvitnilegt að skoða einstök framlög, því þótt vissulega séu „úrslitin“ skýr er strengurinn sem rekja má í gegnum listana jafnframt hlykkjóttur. Fjöldi athyglisverðra mynda er ekki tryggðu sér sæti á heildarlistanum er nefndur á nafn, og lítill vafi leikur á því að þar er að finna fjölmargar prýðisgóðar hugmyndir að jólaáhorfi – að viðbættri þeirri augljósu sæmdarkröfu að fólk hafi kynnt sér allar þær myndir er finna má á heildræna topp–tíu listanum. En með þetta í huga eru einkalistar álitsgjafa birtir fyrir neðan heildarlistann. Í raun þarf að skoða þá til viðbótar við heildarlistann til að breidd þessarar könnunar um myndir ársins birtist í skýru og greinagóðu ljósi.

Myndirnar eru (frá 10-1):

10. The Lighthouse – Robert Eggers
9. The Favourite – Yorgos Lanthimos
8. Burning – Lee Chang-dong
7. Agnes Joy – Silja Hauksdóttir
6. The Irishman – Martin Scorsese
5. Joker – Todd Philips
4. Málverk af logandi hefðarkonu (Portrait de la jeune fille en feu/Portrait of a Lady on Fire) – Céline Sciamma
3. Marriage Story – Noah Baumbach
2. Once Upon a Time in … Hollywood – Quentin Tarantino
1. Parasite – Bong Joon-ho

Sjá nánar hér: Bestu myndir ársins 2019 | Hugrás

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR