Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, tóku upp sína fyrstu leiknu bíómynd í sumar og kallast hún Síðasta veiðiferðin. Áætlað er að frumsýna myndina á fyrstu mánuðum næsta árs.
Katrín Björgvinsdóttir útskrifaðist úr leikstjórnarnámi frá Danska kvikmyndaskólanum í vor og frumsýnir lokamynd sína, Dronning Ingrid, í Bíó Paradís á föstudag.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um tilnefningarnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í gær. Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn 29. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.