Bransadagar RIFF fara fram samhliða hátíðinni og þar er að finna ýmiskonar viðburði, meistaraspjall, frásagnir úr baráttunni og pallborðsumræður um það sem hæst ber þessi misserin.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.