Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.
"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.
Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent á Heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, hefur verið ráðin sem aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands frá 1. september næstkomandi.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1. Á dögunum kynnti Kvikmyndaskóli Íslands að ætlunin væri að færa skólann á háskólastig, en Fríða Björk segist hafa efasemdir um þau plön.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Þá er vonast til þess að skólinn verði viðurkenndur á háskólastigi um næstu áramót.
Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor, en umsóknarfrestur er til 21. júní. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.
Listaháskóli Íslands býður til samtals um kvikmyndanám á háskólastigi þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14 í húsakynnum LHÍ í Laugarnesi. Stefnumótið er liður í undirbúningi að stofnun kvikmyndadeildar við Listaháskólann og er þróað í samtali við hagaðila. Unnið er í samráði við fagvettvanginn í kvikmyndagerð og menntun.
Þessi smellubeitulega fyrirsögn er jafnframt yfirskrift fyrirlesturs Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings um mynd Svölu Hannesdóttur og Óskars Gíslasonar, Ágirnd (1952). Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir nokkrum fyrirlestrum undir samheitinu Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði föstudaginn 18. október kl. 12:30 í Háskólabíói, sal 4.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur mun halda námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í haust þar sem hún kennir hvernig aðlaga má skáldsögur að kvikmyndaforminu.
Gísli Snær Erlingsson hefur hlotið formlega ráðningu sem skólastjóri London Film School (LFS). Þetta var tilkynnt í dag. Hann hefur frá síðasta hausti verið settur skólastjóri, en hafði áður verið námsstjóri þar í eitt ár. LFS er einn af kunnustu kvikmyndaskólum heims.
London Film School (LFS), sem stýrt er af Gísla Snæ Erlingssyni, greinir frá því að Greg Dyke, fyrrum útvarpsstjóri BBC og fyrrum stjórnarformaður Bresku kvikmyndastofnunarinnar (BFI), hafi verið ráðinn stjórnarformaður skólans. Hann tekur við í apríl af leikstjóranum Mike Leigh. Dyke er einn áhrifamesti maður í breskum myndmiðlaiðnaði um áratugaskeið.
Friðrik Þór Friðriksson hefur verið settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands fram til áramóta. Hann tekur við starfinu af Hilmari Oddssyni sem nýlega lét af störfum.
Hilmar Oddsson hefur sagt lausu starfi sínu sem rektor Kvikmyndaskóla Íslands, en hann hefur gegnt því undanfarin sjö ár. Jóna Finnsdóttir deildarstjóri leikstjórnar- og framleiðsludeildar og Jörundur Rafn Arnarson deildarstjóri skapandi tækni, hafa einnig látið af störfum.
"Ég hlakka til að vinna með þessum kraftmikla og klára hópi nemenda, kennara og annarra sem koma að skólanum," segir Gísli Snær Erlingsson, sem settur hefur verið skólastjóri London Film School, í spjalli við Klapptré. Gísli Snær segir helstu verkefnin framundan vera nýja námsskrá og flutningur frá miðborg London til austurhluta borgarinnar.