Kennsla í kvikmyndalist á háskólastigi hafin

Kennsla í kvikmyndalist við Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands hófst í gær í nýju húsnæði skólans að Borgartúni 1.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var viðstödd skólasetninguna. Hún lýsti yfir ánægju sinni og óskaði bæði viðstöddum og íslensku samfélagi til hamingju með þetta stóra skref. Hún telur þetta mikilvægt skref í rannsóknum og þróun á faginu sem fer sífellt stækkandi á Íslandi. “Það skiptir máli að það séu tækifæri fyrir fólk þegar það kemur úr námi, og það eru næg tækifæri í þessum ört stækkandi iðnaði.“

Steven Meyers, deildarforseti, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor | Mynd: Heiða Helgadóttir.

Steven Meyers, forseti kvikmyndalistadeildar, þakkaði Áslaugu fyrir allan þann stuðning sem hún hefur veitt og öllum þeim sem komu að stofnun deildarinnar.

,,Ég er fullur auðmýktar að geta loksins tekið á móti fyrstu nemendum í kvikmyndalist, á nýju heimili þeirra hér í Borgartúninu. Við erum mjög spennt að sjá hvert næstu þrjú ár leiða þau. Á þessum mikilvægu tímamótum vil ég sérstaklega þakka öllum þeim sem vörðuðu leiðina og leiddu okkur hingað á þessi miklu tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndalistar“.

Hér má hlusta á spjall við Steven Meyers um námið:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR